tNordica er nú Skopos

Skopos þýðingastofa hefur keypt allan rekstur tNordica og sameinaðist félagið Skopos 1. febrúar. Vantar þig að láta þýða texta? Endilega kíktu á okkur á Skopos.is, eða sendu okkur póst á skopos(hja)skopos.is

Þjónusta

Nokkur dæmi um þjónustu okkar

Hugbúnaður

Við þýðum ýmiss konar hugbúnað og forrit og fleira yfir á íslensku. Ertu með hugbúnað sem þarf að koma yfir á íslensku? Þarftu að láta þýða vefsíðuna þína yfir á ensku eða norðurlandamál?

Tækniþýðingar

Einkaleyfi, bæklingar og handbækur, öryggisblöð og fleira. Við erum með mikla reynslu af hvers kyns tækniþýðingum og tæknitextum.

Lyfjaþýðingar

Við búum yfir mikilli þekkingu á lyfjaþýðingum á íslensku og öðum norrænum tungum.

Markaðstextar

Hjá tNordica starfa þýðendur með áralanga reynslu af vinnu við auglýsingar og kynningarefni af ýmsu tagi. Við tökum að okkur textaskrif og þýðingar á auglýsingum, fréttatilkynningum, bæklingum, vefsíðum og hvers kyns markaðsefni.

Textagerð

Sérfræðingar tNordica búa yfir áralangri reynslu af textagerð og hvort sem er á íslensku, ensku eða sænsku.

Prófarkalestur

Prófarkalestur er ómissandi hluti af allri textavinnu og er innifalinn í allri þjónustu okkar, hvort sem um ræðir þýðingar eða textaskrif. Einnig bjóðum við upp á prófarkalestur einan og sér.

Hefurðu áhuga? Lestu áfram eða hafðu bara samband strax!

Hafðu samband

Um tNordica

Um fyrirtækið

Þýðingaþjónustan tNordica var stofnuð í Svíþjóð á vordögum 2013 af tveimur reynslumiklum íslenskum þýðendum sem saman hafa áralanga reynslu af þýðingum, yfirlestri, stjórnun og ráðgjöf á sviði þýðinga. Fyrirtækið er í nánu samstarfi við fjölda þýðenda á Norðurlöndunum og sérhæfir sig í að veita þjónustu fyrir íslensk fyrirtæki sem hafa annan fótinn utan landssteinanna. Við bjóðum upp á þýðingar á milli íslensku, ensku og skandínavísku málanna – dönsku, norsku og sænsku – og getum sinnt öðrum tungumálum eftir þörfum.

Okkar sérsvið

Þýðingar á sérhæfðari texta gera meiri kröfur til þýðandans. Auk þess að uppfylla grunnkröfur um hæfni í þýðingum og vald á tungumálinu þarf hann að hafa mikla þekkingu á viðfangsefninu. Til að tryggja að einungis hæfustu þýðendur starfi á vegum tNordica vinnum við samkvæmt alþjóðlegum staðli um þýðingarþjónustur, EN 15038. Auk skilyrða um verkferla og verkefnastjórnun krefst staðallinn þess að þýðendur hafi fimm ára reynslu af þýðingum eða háskólagráðu í þýðingarfræðum.

Þýðingarferlið

Hefðbundin þýðing er í 6 skrefum
1
Móttaka
⏶
2
Þýðing
⏶
3
Gátun
⏶
4
Yfirlestur
⏶
5
Próförk
⏶
6
Gæðatékk
⏶

Tímaás

Áfangar í sögu tNordica
Hjörtur fæðist
1976
1983
Þórarinn fæðist
Hjörtur tekur fyrstu skrefin í þýðingum
2006
2007
Þórarinn þýðir sitt fyrsta orð
tNordica fæðist
2013
2015
Þú sendir okkur fyrsta verkið

Sókn og sigrar

Lykiltölur í máli og myndum
 • 0
 • 1
 • 0
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 7
 • 8
 • 0
 • 1
 • 2
 • 0
Verkefni
 • 0
 • 1
 • 0
 • 1
 • 0
Kúnnar
 • 0
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 7
 • 8
 • 9
 • 0
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 0
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 7
 • 8
 • 9
 • 0
 • 1
 • 2
 • 3
 • 0
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 7
 • 0
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 7
Þýdd orð
 • 0
Slys

Starfshópurinn

Eru tveir hópur?
Þórarinn Einarsson

Þórarinn Einarsson

Þórarinn hefur verið viðloðandi þýðingabransann frá árinu 2007. Hann er með B.A. gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og því sjálfskipaður fulltrúi tNordica í öllum málum sem viðkoma tónlist og matargerð.

Þórarinn hefur sérstakan áhuga á þýðingahugbúnaði og gerð hugtakalista, sem nýtist sérstaklega vel í starfi. Hann er einnig sérlega lunkinn við kaffigerð. 

Mottó: Sjaldan er ein bára stökk

 

Hjörtur Einarsson

Hjörtur Einarsson

Hjörtur hóf störf við þýðingar arið 2006. Þar áður hafði hann starfað sem textasmiður á auglýsingastofum, unnið við gerð kennsluefnis í íslensku og selt bækur á Laugaveginum.

Hjörtur er einbeittur áhugamaður um íslenska tungu og bjórgerð. Hann sótti sér menntun í íslensku við Háskóla Íslands og í málvísinum við Háskólann í Amsterdam. 

Tilvitnun: „Halló, halló, halló, á ekki að hleypa inn?

Vantar myndina af þér?

Við höfum áhuga á að bæta við okkur samstarfsfólki. Ertu ofurfær þýðandi með áralangareynslu af verkefnastjórnun og snillingur í tæknilausnum? Þá ertu einmitt rétti aðilinn. Sendu okkur bréf og ferilskrá eða hringdu. Við erum við símann núna!

Nafn (ekki sleppa)

Netfang (má ekki vanta)

Efni (óþarfi, en samt ekki)

Ferilskrá í viðhengi

Nú er þér ekkert að vanbúnaði. Hafðu samband strax í dag!

Vertu í bandi

Nafn (áskilið)

Fyrirtæki

Neftfang (áskilið)

Efni

Verkbeiðni

Skilaboð

Viðhengi

tNordica Language Service

C/O Jjim Studio

 Styrmansgatan 24

41458 Göteborg

Sweden

tnordica@tnordica.com

+46 709 690 540